top of page

Áhugaverð tölfræði í skugga verkfalla

  • Writer: FHG
    FHG
  • Mar 11, 2019
  • 1 min read

Updated: Sep 24, 2020

Viðskiptaráð hefur tekið saman tölur sem sýna sexföldun bankamillifærsla frá Íslandi til annarra landa á 4 ára tímabili.


4 milljarðar voru millifærðir 2014 en 25 milljarðar 2018 sem staðfestir m.a. þá miklu fjármagnsflutninga sem erlent starfsfólk á Íslandi beinir árlega til heimahaganna.


Á sama tímabili hafa kauptaxtar Eflingarfólks hækkað um 75% í Evrum talið og er óhætt að fullyrða að hvergi í heiminum hafa kauptaxtar hækkað jafn markvisst á jafn skömmum tíma.

.


Einnig mætti álykta að hvergi í heiminum hafi erlendu starfsfólki fjölgað jafn hratt og á Íslandi þar sem um fimmtungur vinnandi fólks í dag er af erlendum uppruna.


Kannski eru kjörin sem í boði eru á Íslandi ekki alveg jafn óboðleg og haldið er fram um þessar mundir ?


 
 
 

Comments


Commenting on this post isn't available anymore. Contact the site owner for more info.

Hafðu samband

Fyrir nánari upplýsingar um aðild að FHG

Bankaupplýsingar:
0515-26-680918 

Kennitala: 

680918-0150

Fylgdu okkur á 

  • Facebook Social Icon
bottom of page