top of page

Úr vörn í sókn

  • Writer: FHG
    FHG
  • Mar 11, 2020
  • 2 min read

Updated: Sep 24, 2020



FHG - Fyrirtæki í hótel- og gistiþjónustu boða til mikilvægs fundar n.k. miðvikudag, 11.mars kl. 16:00 í 2.hæðar fundarsal Hilton Reykjavik Nordica hótelinu, Suðurlandsbraut 2,  108 Reykjavík Allir hótelrekendur velkomnir.


Úr vörn í sókn - tækifæri ferðaþjónustunnar sem við blasa í kjölfar undangenginna áskorana Gestur fundarins verður Óskar Jósefsson framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, en á þeim vettvangi hefur verið lagt á ráðin undanfarna daga um mótvægisaðgerðir gegn áföllum greinarinnar undanfarið ár. Að líkindum hefur engin þjóð tekið kórónaveiruna Covid 19 jafn föstum tökum og Íslendingar: Hundruðum vísað í sóttkví - til vonar og vara - fjöldi greindra tilfella hærri en nokkurs staðar miðað við höfðatölu og hinum smituðu veitt ummönnun af sérfræðingum í öruggu umhverfi. Engin alvarleg tilfelli greind, engin dauðsföll og þorra smita má rekja til skíðaferða á afmörkuðum svæðum Evrópu. Spurningin er - erum við að ganga of langt í varúðarráðstöfunum, eða felast í  þessu tækifæri til stórfelldrar markaðssetningar strax og greindum smitum hérlendis tekur að fækka. Fyrstu tveir árfjórðungar ársins 2020 munu vissulega taka á marga, en við eigum þess kost að ná vopnum okkar vel á ársfjórðungi 3 og 4 - ef rétt er á málum haldið. Á einhverjum tímapunkti þarf að dempa umræðuna í fjölmiðlunum og beina athygli okkar helstu markaðssvæða að því að Ísland er einn öruggasti staður veraldar að sækja heim: Heilbrigði í fyrirrúmi, hreinlæti til fyrirmyndar, að ekki sé minnst á hreina loftið okkar, vatnið og umhverfið allt. Landslag og menning sem ekki á sinn líka neins staðar í heiminum. Mörg hundruð milljónir ferðamanna um allan heim eru í dag ráðvilltir og tvístígandi. Stjórnvöld hafa viðurkennt að fjárfesting í þeirri grein sem mestu hefur aflað þjóðarbúinu undanfarin ár, hefur alls ekki verið í samræmi við hrein framlög greinarinnar til hins opinbera: Ferðaþjónustan aflaði hreinna 60 milljarða í fyrra og hreinna 70 milljarða í hitteðfyrra! Auk þessa ræðum við stöðu á vinnumarkaði o.fl. undir liðnum: Önnur mál. Hittumst og ígrundum viðbrögð okkar, samræmum aðgerðir og verjum orðstír íslenskrar ferðaþjónustu,  jafnhliða því að leggja á ráðin með skýr skilaboð út á markaðinn, sem Íslandsstofu og tengdum aðilum verður falið að koma kröftuglega á framfæri á komandi mánuðum! Hittumst heil n.k. miðvikudag! F.h. stjórnar FHG - fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu Kristófer Oliversson                              Jakob Frímann Magnússon formaður stjórnar FHG  ritari stjórnar FHG

 
 
 

Comments


Commenting on this post isn't available anymore. Contact the site owner for more info.

Hafðu samband

Fyrir nánari upplýsingar um aðild að FHG

Bankaupplýsingar:
0515-26-680918 

Kennitala: 

680918-0150

Fylgdu okkur á 

  • Facebook Social Icon
bottom of page