top of page

Útfærsla ráðningarstyrkja mismunar

  • Writer: FHG
    FHG
  • Apr 6, 2021
  • 1 min read

Updated: Apr 13, 2021

Ragnar Bogason, stjórnarmaður FHG, var í viðtali við Fréttablaðið þann 2. apríl síðastliðinn þar sem ræddi hvernig samspil ráðningarstyrkja og hlutabóta búi til hvata til handa fyrirtækjum í gistiþjónustu til að segja upp starfsfólki og ráða það aftur síðar á ráðningarstyrk. Hann lagði áherslu á að öllum fyrirtækjum sem orðið hafa fyrir tekjufalli á bilinu 60-100% frá 15. mars 2020 til loka síðastliðins árs verði gert kleift að sækja um styrkina. Vandinn við núverandi útfærslu ráðningarstyrkja samkvæmt Ragnari felst í því að starfsmaður þarf að vera kominn á atvinnuleysisskrá til að hægt sé að ráða hann inn á ráðningarstyrk. Sú útfærsla mismuni þeim sem hafal lagt mikið á sig að halda starfsfólki á erfiðum tímum í rekstri gagnvart þeim sem lokuðu alveg. Ragnar benti á að skilyrði um að starfsmaður þurfi að vera á atvinnuleysisskrá til að vera fyrirtæki geti nýtt ráðningarstyrk gagnvart honum búi til hvata hjá fyrirtækjum að segja upp starfsfólki og ráða það svo inn aftur þegar það er komið á atvinnuleysisskrá. Á sama tíma sé 50% þak á hlutabótaleiðinni orðið takmarkandi í rekstri aðila í ferðaþjónustu og skerði möguleikann á að halda starfsfólki í fullu starfi.


Sjá viðtalið við Ragnar hér

 
 
 

Comments


Hafðu samband

Fyrir nánari upplýsingar um aðild að FHG

Bankaupplýsingar:
0515-26-680918 

Kennitala: 

680918-0150

Fylgdu okkur á 

  • Facebook Social Icon
bottom of page