top of page

„Bullandi tap“ í hót­el­rekstri úti á landi


Al­ex­and­er G. Eðvarðsson kynnti könn­un sína á rekstr­araf­komu þriggja at­vinnu­greina í ferðaþjón­ustu í morg­un. mbl.is/​Eggert

Af­koma hót­ela og gisti­heim­ila í lands­byggðunum fer versn­andi og mörg þeirra eru rek­in með tapi. Til dæm­is er EBITDA-fram­legð hót­ela og gisti­heim­ila á Norður­landi á fyrstu sex mánuðum þessa árs að meðaltali nei­kvæð um 20,4% og her­bergja­nýt­ing­in ein­ung­is á bil­inu 31-54%.

Þá hef­ur hagnaður bíla­leiga og hóp­bíla­fyr­ir­tækja svo gott sem þurrk­ast út á allra síðustu árum. Hagnaður bíla­leiga lækkaði úr 6,3% af tekj­um niður í aðeins 0,5% að meðaltali á milli ár­anna 2016 og 2017. Svipuð þróun hef­ur orðið hjá hóp­bíla­fyr­ir­tækj­um, en tap fé­laga í þeim geira árið 2017 nam 1,7% af tekj­um þeirra.

Þetta er á meðal þess sem kom fram í kynn­ingu Al­ex­and­ers G. Eðvarðsson­ar, meðeig­anda á skatta- og lög­fræðisviði KPMG, í morg­un, en Al­ex­and­er vann könn­un fyr­ir Ferðamála­stofu á rekstr­araf­komu hót­ela, bíla­leiga og hóp­bíla­fyr­ir­tækja. Niður­stöður hans byggja á af­komu­gögn­um frá fyr­ir­tækj­un­um sjálf­um.


Launa­kostnaður hót­ela á lands­byggðinni er kom­inn upp í 46,9% af tekj­um þeirra. Tafla/​KPMG

Al­ex­and­er sagði að það væri „bullandi tap“ á rekstri hót­ela úti á landi heilt yfir, en EBITDA hjá hót­el­um úti á landi var ein­ung­is 2,2% í fyrra. Af­koma hót­ela á höfuðborg­ar­svæðinu á fyrstu sex mánuðum árs­ins er þó betri en í fyrra, en al­mennt gild­ir það að því lengra frá höfuðborg­inni sem hót­el­in eru staðsett, því verri er staðan.

Í könn­un­inni studd­ist Al­ex­and­er við gögn sem gerðu hon­um kleift að brjóta lands­byggðirn­ar niður í þrjú svæði, Vest­ur­land, Suður­land og Norður­land. Ekki bár­ust gögn frá nægi­lega mörg­um rekstr­araðilum á Aust­ur­landi til að mögu­legt væri að greina þau sér­stak­lega, en könn­un­in tók til hót­ela sem eru með 4.315 her­bergi af þeim ríf­lega 9.500 hót­el­her­bergj­um sem eru í boði á land­inu.


Staða hót­ela á Norður­landi þótti Al­ex­and­er sér­stak­lega slá­andi. Tafla/​KPMG

Töl­urn­ar um Norður­land þóttu Al­ex­and­er sér­stak­lega slá­andi, en launa­kostnaður hót­ela í lands­hlut­an­um er kom­inn upp í 51% af tekj­um fyr­ir­tækj­anna og hækk­ar um 9 pró­sentu­stig á milli ára. Meðaltalið á lands­byggðinni allri er 46,9%, en á höfuðborg­ar­svæðinu eru laun og launa­tengd gjöld 38,7% af tekj­um hót­ela.

Slæm staða á Norður­landi er af­leiðing hækk­andi launa, minni nýt­ing­ar gist­i­rýma og lægra meðal­verðs á gist­ingu í lands­hlut­an­um, en fram kom í niður­stöðum Al­ex­and­ers að heilt yfir hafi aðilar í ferðaþjón­ustu hér á landi ekki náð að koma inn­lend­um kostnaðar­hækk­un­um og áhrif­um af styrk­ingu krón­unn­ar að fullu inn í verðið á þeirri þjón­ustu sem þau eru að bjóða.

Enda er það þraut­in þyngri. Hót­el sem seldi gist­ingu á 100 evr­ur nótt­ina árið 2012 hefði þurft að hækka verðið um 66% í evr­um til að halda sömu fram­legð í krón­um talið árið 2017, seg­ir Al­ex­and­er.

Á höfuðborg­ar­svæðinu er af­koma hót­ela mun betri en í lands­byggðunum. Tafla/​KPMG

Staðan er öllu betri á höfuðborg­ar­svæðinu og þar hef­ur nýt­ing gist­i­rýma batnað lít­il­lega, auk þess sem meðal­verð gist­ing­ar er að jafnaði um 20% hærra en í lands­byggðunum. Í Reykja­vík og ná­grenni skila hót­el al­mennt hagnaði þrátt fyr­ir krefj­andi ytri aðstæður og var af­komu­bati hót­ela á höfuðborg­ar­svæðinu meiri en Al­ex­and­er hafði sjálf­ur gert ráð fyr­ir að sjá.

Lít­ill hagnaður hjá bíla­leig­um

Það harðnar á daln­um hjá bíla­leig­um, rétt eins og í hót­el­rekstri í lands­byggðunum. Hagnaður bíla­leiga á síðasta ári nam ein­ung­is 0,5% af tekj­um þeirra, en var 6,3% af tekj­um árið 2016.

Al­ex­and­er studd­ist við gögn frá níu af stærstu bíla­leig­um lands­ins. Fjög­ur fé­lag­anna voru rek­in með tapi í fyrra, en fimm með hagnaði. Ein­ung­is tvö fé­lag­anna voru rek­in með tapi árið 2016 og Al­ex­and­er sagði það sýna ákveðna þróun.

Fund­ur­inn í morg­un var vel sótt­ur af fólki úr ferðaþjón­ust­unni og öðrum áhuga­söm­um um stöðuna. mbl.is/​Eggert

Á milli ár­anna 2016 og 2017 juk­ust tekj­ur þess­ara fé­laga að meðaltali um 7,8% en kostnaður­inn um 13,3%. Launa­kostnaður hækkaði mest, eða um 21,8% í krón­um og launa­kostnaður í bíla­leigu­brans­an­um nam 25,4% af tekj­um árið 2017 en var 22,5% af tekj­um árið 2016.

Grein­in hef­ur vaxið mjög á síðustu árum sam­fara aukn­um fjölda ferðamanna, en fjöldi bíla­leigu­bíla í ág­úst síðastliðnum voru 27.079 en í ág­úst árið 2012 voru bíla­leigu­bíl­arn­ir 10.092 tals­ins. Því hef­ur fjár­magns­kostnaður fyr­ir­tækj­anna auk­ist mikið – en þess­um aukna fjölda bíla fylg­ir líka of­fram­boð á bíl­um yfir vetr­ar­mánuðina.

Hóp­bíla­fyr­ir­tæk­in tapa

„Ég get líka jarðað hóp­bíla­fyr­ir­tæk­in,“ sagði Al­ex­and­er létt­ur í bragði á fund­in­um, sem var vel sótt­ur af áhuga­fólki um stöðu ferðaþjón­ust­unn­ar í land­inu. Gögn hans tóku til sex af stærstu hóp­bíla­fyr­ir­tækj­um lands­ins, sem bjóða ferðamönn­um upp á hóp­ferðir af ýmsu tagi.

Tekj­ur juk­ust um 4,4% á milli ár­anna 2016 og 2017 en kostnaður­inn jókst meira, eða um 5,7%. Nokkr­ar svipt­ing­ar hafa orðið á af­komu fyr­ir­tækja í þess­um geira á stutt­um tíma, en hagnaður fyr­ir­tækj­anna árið 2015 var 7,4%. Nú skila þau að meðaltali tapi upp á 1,7% af tekj­um.

Al­ex­and­er sagði að af sam­töl­um sín­um við stjórn­end­ur í hóp­bíla­brans­an­um væri ljóst að árið hafi verið krefj­andi hingað til og að áfram­hald­andi tap væri á rekstr­in­um, þrátt fyr­ir að töl­ur um það hefðu ekki feng­ist.

Hagræðing stend­ur yfir hjá hóp­bíla­fyr­ir­tækj­um, þau hafa verið að fækka starfs­mönn­um með upp­sögn­um, dregið úr fjár­fest­ing­um í hóp­bíl­um og horfa til þess að fækka bíl­um, en alls voru 3.095 hóp­bif­reiðar í um­ferð á síðasta ári.


Sjá frétt á mbl.is/vidskipti

Hozzászólások


A hozzászólások ki vannak kapcsolva.
bottom of page