top of page

Aðalfundur FHG



Aðalfundur FHG verður haldinn fimmtudaginn 20. maí nk. kl. 15.00 – 16.30 á Hótel Granda by Center Hotels, Seljavegi 2. (Gamla Héðinshúsið).


Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra mun flytja ávarp í upphafi fundar. Á hans forræði eru vinnumarkaðsúrræði, s.s. Vinnumálastofnun, ráðningarstyrkir, hlutabætur og önnur mál sem hafa mikla þýðingu í okkar atvinnugrein.


Í kjölfarið verða hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt meðfylgjandi dagskrá:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara

  2. Skýrsla stjórnar

  3. Reikningar lagðir fram til samþykktar

  4. Kosning stjórnar

  5. Kosning endurskoðanda

  6. Ákvörðun félagsgjalds

  7. Breytingar á samþykktum

  8. Önnur mál

Comments


Commenting has been turned off.
bottom of page