top of page

Félagsfundur 26. september.

  • Writer: FHG
    FHG
  • Sep 26, 2019
  • 1 min read

Updated: Sep 24, 2020



FHG kynnir: Samkeppnishæfni á tímum samdráttar.

Félagsfundur 26. september kl. 15:00 á Centerhotel Laugavegi, Laugavegi 95-99, (við horn Snorrabrautar).

Dagskrá:


-Helstu þættir starfseminnar á undanförnum mánuðum reifaðir, otun og samskipti við ráðherra, embættismenn ríkis og borgar, yfirreið um landið og upplýsingaöflun í þágu greinarinnar.


-Afkoma og horfur í hótel- og gistiþjónustu. Þróun afkomu í hótel- og gistihúsarekstri á Íslandi síðustu mánuði og misseri. Sérstakur gestur fundarins, Dr. Daníel Svavarsson forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans fer yfir stöðuna í geiranum.


-Samkeppnishæfni fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. Nýtt minnisblað FHG kynnt um áherslur og aðgerðaáætlun FHG gagnvart stjórnvöldum sem tekur mið af þeim raunveruleika sem við blasir í dag. Guðjón Rúnarsson lögmaður kynnir  tillögur  okkar til að bæta  rekstrarumhverfi í greininni. Guðjón er fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) og einn höfunda Hvítbókarinnar um framtíðarsýn í fjármálageiranum.


-Önnur mál sem brenna á félagsmönnum verða reifuð og rædd en að því loknu verður boðið upp á léttar veitingar og samræður.


Fyrirspurnir og nánari upplýsingar: jfm@fhg.is


 
 
 

Bình luận


Bình luận về bài đăng này không còn nữa. Hãy liên hệ chủ trang web để biết thêm thông tin.

Hafðu samband

Fyrir nánari upplýsingar um aðild að FHG

Bankaupplýsingar:
0515-26-680918 

Kennitala: 

680918-0150

Fylgdu okkur á 

  • Facebook Social Icon
bottom of page