FHG kynnir: Samkeppnishæfni á tímum samdráttar.
Félagsfundur 26. september kl. 15:00 á Centerhotel Laugavegi, Laugavegi 95-99, (við horn Snorrabrautar).
Dagskrá:
-Helstu þættir starfseminnar á undanförnum mánuðum reifaðir, otun og samskipti við ráðherra, embættismenn ríkis og borgar, yfirreið um landið og upplýsingaöflun í þágu greinarinnar.
-Afkoma og horfur í hótel- og gistiþjónustu. Þróun afkomu í hótel- og gistihúsarekstri á Íslandi síðustu mánuði og misseri. Sérstakur gestur fundarins, Dr. Daníel Svavarsson forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans fer yfir stöðuna í geiranum.
-Samkeppnishæfni fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. Nýtt minnisblað FHG kynnt um áherslur og aðgerðaáætlun FHG gagnvart stjórnvöldum sem tekur mið af þeim raunveruleika sem við blasir í dag. Guðjón Rúnarsson lögmaður kynnir tillögur okkar til að bæta rekstrarumhverfi í greininni. Guðjón er fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) og einn höfunda Hvítbókarinnar um framtíðarsýn í fjármálageiranum.
-Önnur mál sem brenna á félagsmönnum verða reifuð og rædd en að því loknu verður boðið upp á léttar veitingar og samræður.
Fyrirspurnir og nánari upplýsingar: jfm@fhg.is
Comments