top of page

Fasteignaskattar hafa tvöfaldast á 20 árum

Updated: Sep 24, 2020

Áætlað er að heildartekjur sveitarfélaga af fasteignaskatti verði 42 milljarðar króna á þessu ári.


Mynd: Haraldur Guðjónsson

Fasteignaskattur er næst stærsti tekjuliður sveitarfélaga á eftir útsvari. Áætlað er að heildartekjur sveitarfélaga af fasteignaskatti verði 42 milljarðar króna á þessu ári og hafa þær hækkað mikið undanfarin ár samhliða hækkun húsnæðisverðs.


Samtök atvinnulífsins hafa tekið saman 10 staðreyndir um fasteignaskatta:


  1. Fasteignaskattar hafa nærri tvöfaldast á 20 árum

  2. Fasteignaskattar eru næstum tvöfalt hærri að meðaltali en á Norðurlöndum

  3. Fasteignaskattar leggjast þyngst á atvinnuhúsnæði

  4. Fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði eru oftast í lögbundnu hámarki

  5. Tekjur stærstu sveitarfélaga af fasteignaskatti aukast um 3,5 milljarða króna á milli ára

  6. Fasteignagjöld nærri fimmtungur af tekjum fasteignafélaga

  7. Fasteignagjöld eru nærri helmingur af rekstarkostnaði fasteignafélaga

  8. Stærstur hluti atvinnuhúsnæðis er í Reykjavík

  9. Skattbyrði á atvinnuhúsnæði í Reykjavík mun aukast um einn og hálfan milljarð króna

  10. Hætta á víxlverkun fasteignagjalda og leiguverðs

Samantektina í heild sinni má lesa hér.


Sjá frétt á www.vb.is/frettir/


Reykjavík 18.desember 2018

Kommentare


Die Kommentarfunktion wurde abgeschaltet.
bottom of page