top of page

Ferðamálastefna afgreidd á AlþingiAlþingi afgreiddi föstudaginn 21. júní síðastliðinn tillögu til þingsályktunar um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030.


Þingskjalið eins og það var lagt fyrir Alþingi má finna hér. Meiri hluti atvinnuveganefndar Alþingis lagði til breytingu (sjá hér) á umfjöllun um gistináttaskatt í ferðamálastefnunni fyrir síðari umræðu og var sú tillaga samþykkt.  Ákvæðið eins og upphaflega lagt fyrir þingið var svohljóðandi: 


B.4. Afnám gistináttaskatts. 

—  Markmið: Að jafna samkeppnisstöðu innlendra fyrirtækja í ferðaþjónustu og efla samkeppnishæfni og verðmætasköpun. 


—  Stutt lýsing: Ákvæði laga um gistináttaskatt verði tekin til endurskoðunar með það að markmiði að afnema gistináttaskatt, 


Í stað þeirrar tillögu samþykkti Alþingi eftirfarandi breytt orðalag atvinnuveganefndar:


B.4. Endurskoðun gistináttaskatts.


Ákvæði laga um gistináttaskatt verði tekin til endurskoðunar með það til hliðsjónar að samkeppnisstaða ólíkra tegunda gististaða hér á landi verði jöfnuð. Kostir þess að afnema gistináttaskattinn verði kannaðir í samhengi við endurskoðun á gjaldtöku af ferðaþjónustu. Samhliða verði hlutdeild sveitarfélaga í gjaldtöku af ferðaþjónustu tekin til skoðunar.


Ferðamálastefnan geymir ýmis nýmæli sem tengjast gistimarkaðnum á Íslandi, s.s. að lagt verði sérstakt innviðagjald með lögum á komur erlendra skemmtiferðaskipa og tekjur af þeirri gjaldtöku notaðar til uppbyggingar innviða fyrir ferðaþjónustu. Í ferðamálastefnunni kemur fram að innviðagjaldinu sé m.a. ætlað að jafna samkeppnisstöðu innlendra og erlendra fyrirtækja í ferðaþjónustu.


Yfirlit yfir helstu tillögur nýrrar ferðamálastefnu má finna  hér.

Comments


Commenting has been turned off.
bottom of page