Nýleg heimsókn formanns og ritara FHG til fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu á Vesturlandi í júlímánuði var í senn fróðleg og gagnleg, en fjölmörg ný fyrirtæki bættust í raðir FHG að heimsókn lokinni. Almennt virðist uppgangur og gróska einkenna ferðaþjónustuna á Vesturlandi en fleiri fyrirtæki verða heimsótt á næstunni, m.a. í Borgarfirði, Dölum og á Vestfjörðum.
Fundir FHG með ráðherrum ríkisstjórnarinnar og forsvarsmönnum í ferðaþjónustunni hafa að stórum hluta snúist um niðurfellingu gistináttagjalds og vara menn við stórhættulegu ákvæði stjórnarsáttmála um að gera gistináttagjaldið að veltutengdum skatti, sem renni til sveitarfélaga. Eðli málsins samkvæmt mun þessi skattur einkun skila sér til Reykjavíkur þar sem gistirými eru flest. Almennt hefur málflutningi FHG verið mætt af skilningi og velvild. Vonum það besta!
Ný lög ferðamálaráðherra sem samþykkt voru í vor og kynnt af ráðherranum á opnum fundi FHG í Hörpu sama dag og lögin runnu í gegnum þingið með öllum greiddum atkvæðum. Lögin gera ráð fyrir sektarheimildum til handa sýslumanni, ásamt því að framlög til eftirlits með ólöglegri gististarfsemi verða tryggð til frambúðar. Þetta hefur verið ein helsta krafa FHG til þessa hvað varðar heilbrigt samkeppnisumhverfi. Við munum fylgjast grannt með þróun leyfislausrar starfsemi í kjölfar lagasetningarinnar og vonum að verulega dragi úr henni og er það vel.
Stendur þá eftir að taka afstöðu til þeirra skekkju í rekstrarumhverfi sem hefðbundin hótelstarfsemi stendur frammi fyrir þegar horft er til gistiskipa, gistibíla, íbúða- og sumarhúsaútleigu, og annars sem stendur utan gistináttagjalds og annarar skattheimtu er skekkt hefur samkeppnisumhverfi hótel- og gistiþjónustu á Íslandi.
* Næsti stjórnarfundur FHG verður haldinn að Miðgarði
fimmtudaginn 29.ágúst kl. 10:00.
Opinn félagsfundur FHG er síðan ráðgerður fimmtudaginn 26. september n.k. að Center Hotel Laugavegi, Lóu Bar & Bistro að Laugavegi 95 - 99, 101 Reykjavík.
Fyrirspurnir og nánari upplýsingar: jfm@fhg.is
コメント