top of page

Gistitölur Hagstofunnar

Á heimasíðu Hagstofunnar er gríðarlegt talnaefni og margt fróðlegt að finna. En það má líka lengi spyrja um bakgrunn þeirra upplýsinga sem fyrir liggja og reyna að rýna sannleiks og/ eða raunverulegt upplýsingagildi.

Þegar gistisala í júlí þessa árs er skoðuð kemur í ljós að heildarfjöldi seldra gistnátta er tæp tólfhundruð þúsund, stykki. Ekki er að finna fjölda seldra gistieininga sem þó er grundvöllur til útreiknings á gistináttaskatti. Hvar skyldi nú vera hægt að finna upplýsingar um það? Þá kemur fram að hótel og gistiheimili seldu um helming eða tæp 600 þúsund stykki en önnur tegund, sem eru farfuglaheimili, tjaldstæði og svefnpokapláss rúm 400 þúsund stykkir. Loks kemur hin merkilega skilgreining “vefsíður á borð við Airbnb” sem selur helming á við flokkinn aðrar tegundir. Ætli Booking.com og Expedia.com með öllum sínum undirsíðum séu með í því? Ja maður spyr sig.

Svo væri auðvitað fróðlegt að bera þetta saman við fjölda gesta á markaði og svo ekki sé talað um framboðið, það er fjölda eininga sem eru til sölu á markaði og loks hvað einingarnar anna mörgum gistinóttum í einu. Þær upplýsingar er ekki svo auðvelt að nálgast en unnið verður að því.


Comments


Commenting has been turned off.
bottom of page