top of page

Hótelmenn taka allir undir kurteislega ósk Samtaka Atvinnulífsins

Updated: Sep 24, 2020




Hótelmenn taka allir undir kurteislega ósk Samtaka Atvinnulífsins um að ríkisstjórnin rökstyðji ákvörðun um að loka landinu með þessum hætti.


„Þetta lofaði góðu þangað til þessi lokun kom“

Center­Hot­els hefur haldið þremur af átta hótelum sínum opnum í sumar en nú stendur til að loka tveimur hótelum. Fram­kvæmda­stjóri Center­hot­els segir lítið annað hægt að gera eftir að landinu var lokað aftur.

Center­Hot­els hefur náð að starfrækja þrjú af átta hótelum sínum í sumar en nú stefnir í frekari lokanir.

Kristófer O­livers­son, for­­maður FHG - Fyrir­­­tækja í hótel- og gisti­­þjónustu og fram­­kvæmda­­stjóri Center­Hot­els, útilokar ekki frekari lokanir og segir lítið annað hægt að gera eftir að landinu var lokað.

Center­hot­els eru með átta hótel í mið­­borg Reykja­víkur en í vetur var öllum hótelunum lokað nema einu. Kristófer segir allt stefna í sömu átt núna og verður öðru hóteli líklegast lokað eftir helgina.

„Það segir sig sjálft að menn munu loka hótelum í stórum stíl þegar gestirnir hætta að koma. Það er bara staðan,“ segir Kristófer. „Það er í raun búið að loka landinu og það hefur ekki verið gefið nein vís­bending um af­léttingu á því. Við erum þakklát fyrir framlengingu á hlutabótaleiðinni - hún hjálpar, en þegar svona er komið þá hljóta menn að reyna að lækka kostnað eins og mögu­legt er.“


Spurður um hvort opnun landa­mæra í sumar náði að hjálpa til með reksturinn segir hann að hótelin í Reykja­vík hafi ekki fengið sömu traffík og hótelin úti á landi.

„Það lagaðist ekkert staðan í Reykja­vík en haustið lofaði góðu. Við vorum með þrjú hótel opin en það var engin traffík. Það var bara vegna þess að við vorum með mjög margt fólk á upp­sagnar­fresti,“ segir Kristófer.

„Við vorum samt með betri traffík heldur en við höfðum þorað að vona í vetur. Þetta lofaði góðu þangað til þessi lokun kom. Þá þurrkaðist þetta út. Hótelmenn taka allir undir kurteislega ósk Samtaka Atvinnulífsins um að ríkisstjórnin rökstyðji ákvörðun um að loka landinu með þessum hætti“ segir Kristófer.


Grein: Fréttablaðið 27.ágúst 2020 / Magnús H. Jónasson

Comments


Commenting has been turned off.
bottom of page