top of page

Ný stjórn kjörin á aðalfundi FHG

Updated: Sep 24, 2020Á aðalfundi FHG – Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, er haldinn 26. mars sl. voru kjörnir 4 nýir fulltrúar til viðbótar þeim 10 er fyrir sátu í stjórn. Nýkjörnir stjórnarliðar eru:  Páll Sigurjónsson frá KEA hótelum, Hjörtur Valgeirsson frá Íslandshótelum & Fosshótelum, Tryggvi Guðmundsson frá Icelandair hótelum og Örn Andrésson

frá Ion hótelum og Hótel Búðum. 


Aðrir í stjórn FHG er endurkjörnir voru frá fyrra tímabili eru:  Kristófer Oliversson sem jafnframt var endurkjörinn formaður FHG, Gyða Árný Helgadóttir og var hún endurkjörinn varaformaður stjórnar, Jakob Frímann Magnússon sem var endurkjörinn ritari stjórnar FHG og Bjarki Júlíusson sem áfram mun annast fjármál samtakanna. 


Jafnframt voru endurkjörin til stjórnarsetu sem meðstjórnendur í stjórn FHG :  Unnur Steinsson, Ragnar Bogason, Þráinn Lárusson, Steinþór Jónsson, Árni Sólonsson og Geir Gígja.


Skráðir félagsmenn í FHG spegla nú um 90% allra gistirýma á Íslandi og verður það að teljast frábær árangur eftir aðeins tveggja ára starf , en samtökin voru stofnuð í ágúst 2018.
Comments


Commenting has been turned off.
bottom of page