top of page

Skattaparadísin í Kísildalnum

Updated: Sep 24, 2020


Það dylst engum að á Íslandi eiga erlend stórfyrirtæki mikilla hagsmuna að gæta í íslenskri ferðaþjónustu. Aðilar á borð við Booking, airbnb, TripAdvisor og fjölmargar bókunarsíður velta milljörðum og innheimta 20 - 30% af útleigðum gistirýmum netsíða sinna á Íslandi án þess að þurfa að standa skil á sköttum eða gjöldum af nokkru tagi.


Sama gildir reyndar um stærstu auglýsingamiðla samtímans sem hafa stórkostleg áhrif á íslenskum samkeppnismarkaði auglýsingageirans. Nægir þar að nefna Facebook, Youtube og Google. Enginn virðisaukaskattur er innheimtur af gróðabralli þessara auglýsingasölumiðla frekar en af bröltinu öllu á vettvangi gistiþjónustunnar. Það að skrá heimilisfesti sína í Kísildalnum getur ekki veitt þessum stórfyrirtækjum skattaskjól á Íslandi þar sem velta þeirra nemur mörgum milljörðum á ári hverju.


Hér þarf Ríkisskattstjóri að grípa inn í með atfylgi Fjármálaráðuneytis, Ferðamálaráðuneytis og Utanríkisráðuneytis og eyða þeirri lögleysu og ójöfnuði sem við blasir. Þó fyrr hefði verið.

Comments


Commenting has been turned off.

Hafðu samband

Fyrir nánari upplýsingar um aðild að FHG

Bankaupplýsingar:
0515-26-680918 

Kennitala: 

680918-0150

Fylgdu okkur á 

  • Facebook Social Icon
bottom of page