Það dylst engum að á Íslandi eiga erlend stórfyrirtæki mikilla hagsmuna að gæta í íslenskri ferðaþjónustu. Aðilar á borð við Booking, airbnb, TripAdvisor og fjölmargar bókunarsíður velta milljörðum og innheimta 20 - 30% af útleigðum gistirýmum netsíða sinna á Íslandi án þess að þurfa að standa skil á sköttum eða gjöldum af nokkru tagi.
Sama gildir reyndar um stærstu auglýsingamiðla samtímans sem hafa stórkostleg áhrif á íslenskum samkeppnismarkaði auglýsingageirans. Nægir þar að nefna Facebook, Youtube og Google. Enginn virðisaukaskattur er innheimtur af gróðabralli þessara auglýsingasölumiðla frekar en af bröltinu öllu á vettvangi gistiþjónustunnar. Það að skrá heimilisfesti sína í Kísildalnum getur ekki veitt þessum stórfyrirtækjum skattaskjól á Íslandi þar sem velta þeirra nemur mörgum milljörðum á ári hverju.
Hér þarf Ríkisskattstjóri að grípa inn í með atfylgi Fjármálaráðuneytis, Ferðamálaráðuneytis og Utanríkisráðuneytis og eyða þeirri lögleysu og ójöfnuði sem við blasir. Þó fyrr hefði verið.
Comentários