Kristófer Oliversson formaður FHG, Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, var í ítarlegu viðtali við Viðskiptablað Morgunblaðsins miðvikudaginn 8.apríl sl.
Degi síðar eru Staksteinar Morgunblaðsins helgaðir tilvitnunum í formann FHG, en hann metur stöðuna svo að ferðasumarið 2020 verði vart svipur hjá sjón miðað við undanfarin ár. Hins vegar bendir hann á að sökum skjótra og makvissra viðbragða stjórnavalda á Íslandi, þ.m.t. heilbrigðisyfirvalda, megi reikna með að litið verði til Íslands sem vænlegri áfangastaða og öruggari en víðast annars staðar, og því kunni endurreisn Íslands sem ferðamannaþjjóðar að ganga hratt fyrir sig.
Nýleg ummæli Lilju Daggar Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að ferðaþjónustan þurfi að bíða þolinmóð eftir að fundin verði upp bóluefni gegn Covid19 eru hins vegar alvarlegt umhugsunarefni.
Í meðfylgjandi úrklippu má lesa tilvitnanir í Kristófer Oliversson formann FHG í Staksteinum í heild sinni.
.
Comments