top of page

Verðum að ná átt­um með ferðaþjón­ust­una.

Updated: Sep 24, 2020

Skarp­héðinn Berg Stein­ars­son ferðamála­stjóri (t.h.) á fund­in­um í höfuðstöðvum KPMG í morg­un. mbl.is/​Eggert

„Við höf­um svo sem vitað að af­kom­an væri ekki mjög góð í grein­inni. Þetta styður það,“ seg­ir Skarp­héðinn Berg Stein­ars­son ferðamála­stjóri í sam­tali við mbl.is. Á fundi Ferðamála­stofu og KPMG í morg­un kynnti Al­ex­and­er G. Eðvarðsson meðeig­andi hjá KPMG niður­stöður könn­un­ar sinn­ar á af­komu í ferðaþjón­ustu og ljóst er að hún fer versn­andi á milli ára.

Það sem helst vakti at­hygli í kynn­ingu Al­ex­and­ers var bág staða í hót­el­rekstri í lands­byggðunum. „Það eru ýms­ar töl­ur í þessu sem eru mjög áhuga­verðar, eins og hvað launa­kostnaður­inn er orðinn stórt hlut­fall hjá fyr­ir­tækj­un­um úti á landi,“ seg­ir Skarp­héðinn og bæt­ir við að í „öll­um al­menn­um rekstr­ar­fræðum“ sé það svo að þegar staðan sé sú hjá fyr­ir­tækj­um af þess­ari teg­und að launa­kostnaður sé orðinn um og yfir 50% sé rekst­ur­inn ekki sjálf­bær til lengri tíma.

„Það verða all­ir sem að því koma að kanna það hvort eitt­hvað sé hægt að gera til þess að styrkja rekst­ur þess­ara fyr­ir­tækja, því hann held­ur al­veg ör­ugg­lega ekki áfram svona,“ seg­ir Skarp­héðinn.

Könn­un Al­ex­and­ers á af­komu í ferðaþjón­ust­unni tók til hót­ela, bíla­leiga og hóp­bíla­fyr­ir­tækja og bygg­ir á af­komu­gögn­um frá fyr­ir­tækj­un­um sjálf­um. Hagnaður hef­ur víða minnkað eða snú­ist í tap og niðurstaða Al­ex­and­ers er sú að fyr­ir­tækj­um í ferðaþjón­ustu hafi ekki tek­ist að koma inn­lend­um kostnaðar­hækk­un­um inn í verð þeirr­ar þjón­ustu sem þau eru að selja í er­lend­um gjald­miðlum.

Ferðamála­stjóri seg­ir að ým­is­legt hafi verið í gangi til þess að styrkja ferðaþjón­ustu í lands­byggðunum og að þar séu áfangastaðaáætlan­ir lands­hlut­anna veiga­mikl­ar, en þær miða að því að gera áfangastaðina úti á landi klár­ari í að taka á móti ferðamönn­um.

„Svo hafa fyr­ir­tæki verið að stækka og efl­ast úti á landi og það eru fleiri og fleiri fyr­ir­tæki þar. Það er líka búið að vera að byggja upp ferðamannastaði, svo það er ým­is­legt sem búið er að gera til að styrkja ferðaþjón­ustu úti á landi. En það þarf að gera meira og það er al­veg klárt að ef ekk­ert breyt­ist, þá verða kannski ekki mörg fyr­ir­tæki úti á landi til að taka á móti þess­um ferðamönn­um sem við erum að reyna að koma þangað,“ seg­ir Skarp­héðinn.

Aðspurður hvort hann telji „sárs­auka­fullt tíma­bil“ vera að fara í hönd í ferðaþjón­ustu í lands­byggðunum seg­ir Skarp­héðinn að svo þurfi ekki endi­lega að vera, held­ur fel­ist tæki­færi í að tak­ast á við þessa stöðu.


Sóknarfæri í betri dreifingu

„Ég held að ef það haldi áfram svona, að það séu fyrst og fremst fyr­ir­tæki á höfuðborg­ar­svæðinu sem að hafi eitt­hvað upp úr þessu, þá held ég að það verði ekki gæfu­leg ferðaþjón­usta í land­inu til lengri tíma, því að ferðaþjón­ust­an á höfuðborg­ar­svæðinu þarf á ferðaþjón­ust­unni úti á landi að halda, til þess að það sé jafn­vægi í þessu. Lang­stærsti hluti ferðamanna sem hingað koma eru komn­ir til að njóta nátt­úr­unn­ar. Hún er sýni­leg­ust úti á landi, ekki hérna á höfuðborg­ar­svæðinu, og þess vegna er eðli­legt að það þurfi að vera upp­bygg­ing úti á landi til þess að taka við því.“

Skarp­héðinn seg­ir að Íslend­ing­ar verði að „ná bet­ur átt­um með þessa at­vinnu­grein og ná meiri stöðug­leika“ og vinna að því að ávinn­ing­ur­inn dreif­ist bet­ur um landið. „Það eru sókn­ar­færi í því,“ bæt­ir hann við.

„Þegar við erum búin að ná utan um aðgangs­stýr­ing­ar og fleira þá held ég að landið geti tekið við tals­vert fleiri ferðamönn­um. En það þarf að dreifa þeim bet­ur, bæði á [árs]tíma og um landið.“


Sjá frétt á mbl.is/vidskipti

コメント


コメント機能がオフになっています。
bottom of page