top of page

Versl­un­ar­rýmið mun stór­aukast

Updated: Sep 24, 2020


Tug­ir nýrra veit­inga- og þjón­ustu­rýma munu bæt­ast við í miðborg Reykja­vík­ur á næstu árum mbl.is

Tug­ir nýrra þjón­ustu- og veit­inga­rýma munu koma á markað í Reykja­vík á næstu árum. Hátt hlut­fall þeirra verður á þétt­ing­ar­reit­um sem eru mis­jafn­lega langt komn­ir í bygg­ingu á Hverf­is­götu, á Hafn­ar­torgi, við Aust­ur­höfn, við Höfðatorg og á Hlíðar­enda­svæðinu.


Hluti af fyr­ir­huguðu fram­boði er hér sýnd­ur á mynd­ræn­an hátt. Sex verk­efni eru á und­ir­bún­ings­stigi; Borg­ar­tún 24 og 34-36, Heklureit­ur, Byko-Stein­dórs­reit­ur og Snorra­braut 54 og 60. Önnur verk­efn­in eru í bygg­ingu eða þeim er lokið. Nokkuð er síðan stærsti hluti Hljómalind­ar­reits var til­bú­inn.


Við þetta bæt­ast jarðhæðir fyr­ir­hugaðra hót­ela í miðborg­inni. Sam­kvæmt út­tekt í Morg­un­blaðinu sl. miðviku­dag verða 15 hót­el opnuð í Reykja­vík 2019 og 2022. Þrett­án þeirra tengj­ast ekki sam­an­tekt­inni hér. Af því leiðir að vel á fjórða tug verk­efna er í píp­un­um í miðborg­inni þar sem áformað er að hafa þjón­ustu- eða veit­ing­a­rekst­ur á jarðhæð. Verk­efn­in eru mögu­lega fleiri og ein­hver kunna að taka breyt­ing­um.


Fjár­fest­ing­in í hót­el­um og þétt­ing­ar­reit­um er ekki und­ir 100 millj­örðum. Því er mikið und­ir að ferðamönn­um fækki ekki, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.


Sjá frétt á www.mbl.is


Reykjavík 15.desember 2018

Comments


Commenting has been turned off.
bottom of page