Opinn félagsfundur FHG - Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, verður haldinn í dag - 24.janúar kl. 13:00 á CenterHotel Miðgarði við Hlemm.
Á fundinum verður lögð áhersla á skattamálin. Hugmyndir sem uppi eru um að gera gistináttaskattinn að veltuskatti og færa til sveitarfélaga eru mjög hættulegar. Sporin hræða þegar litið er til þróunar annarra skattstofna sveitarfélaganna s.s. fasteignaskatta, fráveitugjalda, innviðagjalda, byggingarréttargjalda o.fl.
Staða gistiþjónustunnar í yfirstandandi kjaradeilum mun vafalaust einnig verða tekin upp í almennum umræðum.
Dagskrá:
- Andrés Magnússon frá SVÞ fer yfir nýútkomna skýrslu þeirra um fasteignamat og fasteignaskatta.
- Ásdís Kristjánsdóttir forstöðumaður efnahagssviðs SA fer yfir skattastefnu stjórnvalda síðustu tíu árin með sérstaka áherslu á sértæka skattheimtu á einstaka atvinnugreinar þ.m.t. hugsanlegar afleiðingar þess ef gistináttaskatturinn verður færður til sveitarfélaganna og gerður að veltuskatti eins og kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.
- Almennar umræður.
Stjórn FHG
Sjá glærur frá fundum hér:
Comments