top of page

Þriðji félagsfundur FHG

  • Writer: FHG
    FHG
  • Jan 24, 2019
  • 1 min read

Updated: Sep 24, 2020



Opinn félagsfundur FHG - Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, verður haldinn í dag - 24.janúar kl. 13:00 á CenterHotel Miðgarði við Hlemm.

Á fundinum verður lögð áhersla á skattamálin. Hugmyndir sem uppi eru um að gera gistináttaskattinn að veltuskatti og færa til sveitarfélaga eru mjög hættulegar. Sporin hræða þegar litið er til þróunar annarra skattstofna sveitarfélaganna s.s. fasteignaskatta, fráveitugjalda, innviðagjalda, byggingarréttargjalda o.fl.

Staða gistiþjónustunnar í yfirstandandi kjaradeilum mun vafalaust einnig verða tekin upp í almennum umræðum.

Dagskrá:


- Andrés Magnússon frá SVÞ fer yfir nýútkomna skýrslu þeirra um fasteignamat og fasteignaskatta.


-  Ásdís Kristjánsdóttir forstöðumaður efnahagssviðs SA fer yfir skattastefnu stjórnvalda síðustu tíu árin með sérstaka áherslu á sértæka skattheimtu á einstaka atvinnugreinar þ.m.t. hugsanlegar afleiðingar þess ef gistináttaskatturinn verður færður til sveitarfélaganna og gerður að veltuskatti eins og kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.


- Almennar umræður. 


Stjórn FHG


Sjá glærur frá fundum hér:



 
 
 

Comments


Commenting on this post isn't available anymore. Contact the site owner for more info.

Hafðu samband

Fyrir nánari upplýsingar um aðild að FHG

Bankaupplýsingar:
0515-26-680918 

Kennitala: 

680918-0150

Fylgdu okkur á 

  • Facebook Social Icon
bottom of page