top of page

Niðurstöður könnunar FHGSamkvæmt niðurstöðum könnunar félagsmanna Fyrirtækja í hótel- og gistihúsaþjónustu (FHG) sem framkvæmd var fyrri hluta júní telur rúmlega helmingur svarenda rekstrarhorfur sæmilegar næstu 6 mánuði og tæplega þriðjungur þær slæmar. Aðeins einn af hverjum sex rekstraraðilum telur rekstrarhorfur til næstu 6 mánaða góðar. Enginn svarenda taldi þó horfurnar mjög slæmar. 


86% þeirra fyrirtækja sem svöruðu könnuninni telja að markaðssetning stjórnvalda á Íslandi sem áfangastað sé of lítil eða alltof lítil en aðeins 14% að markaðsssetning sé passlega mikil. Þá telja 80% rekstraraðila í gistiþjónustu að jarðhræringar á Reykjanesi hafa haft mikil eða töluverð áhrif á reksturinn. 


Aðspurð um hvað stjórnvöld geti gert til að minnka áhrif vegna jarðhræringa á bókanir telja flestir rekstraraðilar mikilvægt að bæta í markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað. Þá var bent á mikilvægi þess að upplýsingar stjórnvalda í tengslum við jarðhræringar séu skýrar og til þess fallnar að draga úr óvissu og að markvisst unnið í að leiðrétta rangan málflutning.


Hægt er að sjá niðurstöðu könnunarinnar með því að smella hér að neðan.


FHG_2024 (1)
.pptx
Download PPTX • 2.15MB

Comments


Commenting has been turned off.
bottom of page