top of page

Niðurstöður könnunar FHG



Samkvæmt niðurstöðum könnunar félagsmanna Fyrirtækja í hótel- og gistihúsaþjónustu (FHG) sem framkvæmd var fyrri hluta júní telur rúmlega helmingur svarenda rekstrarhorfur sæmilegar næstu 6 mánuði og tæplega þriðjungur þær slæmar. Aðeins einn af hverjum sex rekstraraðilum telur rekstrarhorfur til næstu 6 mánaða góðar. Enginn svarenda taldi þó horfurnar mjög slæmar. 


86% þeirra fyrirtækja sem svöruðu könnuninni telja að markaðssetning stjórnvalda á Íslandi sem áfangastað sé of lítil eða alltof lítil en aðeins 14% að markaðsssetning sé passlega mikil. Þá telja 80% rekstraraðila í gistiþjónustu að jarðhræringar á Reykjanesi hafa haft mikil eða töluverð áhrif á reksturinn. 


Aðspurð um hvað stjórnvöld geti gert til að minnka áhrif vegna jarðhræringa á bókanir telja flestir rekstraraðilar mikilvægt að bæta í markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað. Þá var bent á mikilvægi þess að upplýsingar stjórnvalda í tengslum við jarðhræringar séu skýrar og til þess fallnar að draga úr óvissu og að markvisst unnið í að leiðrétta rangan málflutning.


Hægt er að sjá niðurstöðu könnunarinnar með því að smella hér að neðan.



Comments


Commenting has been turned off.

Hafðu samband

Fyrir nánari upplýsingar um aðild að FHG

Bankaupplýsingar:
0515-26-680918 

Kennitala: 

680918-0150

Fylgdu okkur á 

  • Facebook Social Icon
bottom of page