top of page

Bankarnir komi aư skuldavanda

  • Writer: FHG
    FHG
  • Sep 15, 2020
  • 3 min read

ree

ƍ Ć”gƦtri grein Ć­ Mbl. 15. sept. s.l. bendir EirĆ­kur S. Svavarsson lƶgmaưur Fosshótela Ć” nauưsyn þess aư fjĆ”rmĆ”lastofnanir komi til móts viư leigutaka og leigusala, enda hefur veriư Ć” þaư bent Ć­ Ć”litsgerư Viưars MĆ”s MatthĆ­asarsonar rannsóknarprófessors, sjĆ” hĆ©r og Ć­ grein Siguưar G Guưjónssonar hrl., sjĆ” hĆ©r,Ā Ā aư lĆ­ta beri Ć” þetta sem sameiginlegt sjótjón leigutaka, leigusala og fjĆ”rmagnseigenda.


Fyrir fjÔrmagnsþungar fasteignir s.s. hótel, verða þessi mÔli ekki leyst nema með aðkomu fjÔrmÔlastofnana í formi vaxtalækkana a.m.k. tímabundið. Einnig verða sveitarfélögin að koma að mÔlinu með lækkun eða verulegri frestun fasteignagjalda.

Lƶgmaưur Fosshótels ReykjavĆ­k segir mikilvƦgt aư bankar komi til móts viư leigutaka og leigusala / Ekki megi gera sƶmu mistƶk og eftir hruniư / Ɠskynsamlegt sĆ© aư lĆ”ta dómstóla um verkefniư.


---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------


Grein: Morgunblaưiư 15.september 2020 - Baldur Arnarson / baldura@mbl.is


BANKARNIR KOMI AƐ SKULDAVANDA

  • Lƶgmaưur Fosshótels ReykjavĆ­k segir mikilvƦgt aư bankar komi til móts viư leigutaka og leigusala.

  • Ekki megi gera sƶmu mistƶk og eftir hruniư

  • Ɠskynsamlegt sĆ© aư lĆ”ta dómstóla um verkefniư


EirĆ­kur S. Svavarsson, hrl., og lƶgmaưur Fosshótels ReykjavĆ­k, segir mikilvƦgt aư fjĆ”rmĆ”lastofnanir komi til móts viư leigusala og leigutaka Ć­ hótelgeiranum sem hafi orưiư fyrir tekjufalli Ć­ kórónuveirufaraldrinum. EirĆ­kur segir ekki hƦgt aư gagnrýna stjórnmĆ”lamennina. ƞeir hafi gripiư til aưgerưa sem ollu tjóni Ć­ ferưaþjónustu vegna þess Ʀưri tilgangs aư verjast veirunni. Meưal annars meư þvĆ­ aư lƦkka eiginfjĆ”rkrƶfu bankanna hafi stjórnvƶld greitt fyrir aưgengi bankanna aư lĆ”nsfĆ©. Aư mati EirĆ­ks þurfi bankarnir aư leggja sitt af mƶrkum. ƞar sem faraldurinn verưi lĆ­klega tĆ­mabundinn þurfi eftirgjƶf banka til handa leigusƶlum og leigutƶkum ekki aư vera grƭưarleg. ā€žMeưan fjĆ”rmĆ”lafyrirtƦkin lengja aưeins Ć­ lĆ”num og koma ekki aư þessu borưi Ć” annan hĆ”tt er enginn annar til aư taka Ć” mĆ”linu en dómstólar. ƞaư er ekki skynsamlegasta leiưin aư lĆ”ta dómstólana um þetta verkefni. ƞaư gengur jafnframt ekki aư bankar komi ekkert aư þvĆ­ aư skipta sĆ©r af lausninni Ć­ þessari keưju. ƞaư er mikilvƦgt aư ekki verưi gerư sƶmu mistƶkin og Ć­ hruninu þegar bankarnir komu alltof seint fram meư ĆŗrrƦưi og lausnir Ć” skuldavanda heimila og fyrirtƦkja. ƞaư kostaưi mikiư tjón; gjaldþrot og nauưungarsƶlur.


Brýnt að lÔgmarka tjónið

NĆŗ er glĆ­man viư allt annars konar kreppu. Allir innviưir eru Ć­ lagi en þaư þarf aư bregưast hratt viư til aư lĆ”gmarka tjóniư. ƞaư eru ƶll rƶk fyrir þvĆ­ aư lĆ”nveitendur komi strax aư borưinu en þeir verưa aư gefa sĆ­num lĆ”ntƶkum svigrĆŗm til aư komast Ćŗt Ćŗr þessum aưstƦưum. ƞaư verưur ekki gert meư þvĆ­ einu aư fresta afborgunum heldur þurfa leigusalar, leigutakar og lĆ”nveitendur aư deila Ć”byrgưinni. ƞaư þurfa allir aư taka Ć” sig tjón og bankarnir verưa aư fella niưur afborganir Ć” meưan kórónuveiran rƭưur yfir. ƞessi leiư er ódýrust fyrir alla,ā€œ segir EirĆ­kur sem telur þaư Ć”gƦtis samlĆ­kingu hjĆ” Sigurưi G. Guưjónssyni hrl. Ć­ samtali viư Morgunblaưiư 1. Ć”gĆŗst sl. aư rƦưa um sjótjón Ć­ þessu efni. Ɓ grafinu hĆ©r fyrir ofan mĆ” sjĆ” fjƶlda hótela sem voru opin Ć” hƶfuưborgarsvƦưinu og Ćŗti Ć” landi Ć­ jĆŗlĆ­mĆ”nuưi 2015-2020. Alls 169 hótel voru opin Ć” landinu Ć­ jĆŗlĆ­ 2019 en aưeins 138 Ć­ jĆŗlĆ­ Ć­ sumar. HjĆ” Hagstofunni fengust þær upplýsingar aư mismunurinn, 31 hótel, skýrưist af tĆ­mabundunum lokunum. ƞar af voru 24 Ć” hƶfuưborgarsvƦưinu.


Lagưi fram lƶgbannskrƶfu

Fosshótel ReykjavĆ­k er dótturfĆ©lag ƍslandshótela, stƦrstu hótelkeưju landsins sem er meư 17 hótel Ć­ rekstri. ƍ jĆŗnĆ­byrjun lagưi Fosshótel ReykjavĆ­k fram beiưni til sýslumannsins Ć” hƶfuưborgarsvƦưinu þar sem krafist var lƶgbanns viư þeirri fyrirƦtlan ƍslandsbanka aư greiưa Ćŗt bankaĆ”byrgư samkvƦmt krƶfubrĆ©fi ĆĆ¾Ć¶ku fasteigna til bankans en ĆĆ¾aka er leigusali hótelsins. EirĆ­kur segir mĆ”liư Ć­ raun miklu stƦrra ā€žen þetta dómsmĆ”l sem Fosshótel ReykjavĆ­k neyưist til aư vera Ć­ gagnvart sĆ­num leigusalaā€œ. LĆ­klegt sĆ© aư þetta verưi fordƦmisgefandi mĆ”l. Honum sĆ© kunnugt um fleiri mĆ”l Ć­ dómskerfinu af svipuưum toga. Aưgerưir til aư verjast veirunni teljist ófyrirsƩưur og óvƦntur atburưur og Ć­ tilviki Fosshótels ReykjavĆ­k hafi ekki veriư forsendur til aư halda þvĆ­ opnu. ƞvĆ­ hafi ƶllum starfsmƶnnum veriư sagt upp og engin starfsemi veriư frĆ” 1. aprĆ­l sl.


Reyndu aư nƔ samningum

ā€žViư sjĆ”um ekki fram Ć” aư þaư skapist forsendur til aư opna hóteliư alveg Ć” nƦstunni. Leitaư var strax til leigusala og reynt aư nĆ” samkomulagi, sĆ©rstaklega Ć­ ljósi klĆ”sĆŗlu Ć­ leigusamningi um force majeure-- aưstƦưur. ƞaư leiddi til þess aư leigusali hjólaưi Ć­ bankaĆ”byrgư. ƞaư aftur neyddi fĆ©lagiư til varnaraưgerưa, enda er bankaĆ”byrgư afar rĆ­k krƶfurĆ©ttindi,ā€œ segir EĆ­rkur en force majeure-reglan varưar ófyrirsƩư og óvƦnt ytri atvik sem koma Ć­ veg fyrir efndir. Telur EirĆ­kur aư Ć”litsgerư sem Viưar MĆ”r MatthĆ­asson, fv. hƦstarĆ©ttardómari og rannsóknarprófessor viư lagadeild Hƍ, vann fyrir FyrirtƦki Ć­ hótel- og gistiþjónustu (FHG), styưji mĆ”lstaư leigutaka. ā€žEftir efnahagshruniư brugưust bankarnir seint og illa viư sem aư lokum kostaưi meira umfang leiưrĆ©ttinga og tjóns,ā€œ segir EirĆ­kur.



Ā 
Ā 
Ā 

Hafðu samband

Fyrir nánari upplýsingar um aðild að FHG

Bankaupplýsingar:
0515-26-680918 

​

Kennitala: 

680918-0150

Fylgdu okkur á 

  • Facebook Social Icon
bottom of page