top of page

Jákvæður tónn spámanna

Updated: Sep 24, 2020


Almennt var jákvæður tónn í spámönnunum á fjölmennum fundi greiningardeildar Arionbanka í vikunni. Þrátt fyrir dómadagsspár utan úr heimi um samdrátt hagkerfanna af völdum Brexit og Trump er fátt sem bendir til annars en að framtíð íslenskrar ferðaþjónustu sé björt og það þó hoggið hafi verið í flugflota okkar og þeirraflugfélaga sem hafa reitt sig á Boeing Max þoturnar.

Fækkun ferðamanna á yfirstandandi ári verður að líkindum á bilinu 15 - 18% en fyrir ýmissa hluta sakir virðast þeir ferðamenn sem hingað hafa komið að undanförnu hafa skilið meira eftir sig að meðaltali en ferðamenn sl. árs.


Spáð er 2% aukningu flugsæta á komandi ári og 6% aukningu á eyðslu ferðamanna hér miðað við - 7% á sl. ári.

Þó ber að hafa hugfast að verð á hótelgistingu hafa almennt lækkað á yfirstandandi ári.



Fjölmennur fundur samtakanna Ábyrg ferðaþjónusta í samstarfi við SAF o.fl. fylgdi í kjölfar Arionfundarins með loftslagsáherslum og almennum fróðleik um mkilvægi ábyrgrar framgöngu aðila ferðaþjónustunnar sem mundi skila sér með margvíslegum hætti til lengri tíma litið. 


Fundurinn hófst með greinargóðri útlistun Halldórs Þorgeirssonar formanns Loftslagsráðs á kolefnisjöfnun og tengdum þáttum. Í kjölfarið var farið yfir lykilatriði þess samfélagssáttmála sem aðilar í ferðaþjónustu hafa gert með sér undir vígorðinu Ábyrg ferðaþjónusta þar sem sorpmálin og umhverfismálin eru í fyrirrúmi. En myndir segja meir en mörg orð.


Loks minnum við á Félagsfund FHG að Centerhotel Laugavegi fimmtudaginn 26.september kl. 15:00!



bottom of page