Í dag var stofnað Félag fyrirtækja í Hótel- og gistiþjónustu, skammstafað FHG. Í stjórn félagsins eru Kristófer Oliversson, Miðbæjarhótel/CenterHotels, Unnur Steinsson, Hótel Fransiskus, Árni Sólonsson, Capitalhotels, Bjarki Júlíusson, Room With a View, Steinþór Jónsson, Hótel Keflavík, Gyða Árný Helgadóttir, Hótel Vos, Geir Gígja, Hotel Cabin, Ragnar Bogason, Hótel Selfoss., Þráinn Lárusson 701 Hotels.
Formaður félagsins er Kristófer Oliversson og varaformaður Gyða Árný Helgadóttir.
Tilgangur félagins er að gæta hagsmuna félagsmanna sinna og eiga samskipti við sjórnvöld um málefni greinarinar. Flestir félagsmenn eru einnig félagsmenn í SAF og hyggjast vera það áfram.
Nú er nýbúið að hækka gistináttaskatt, sem leggst mjög ójafnt á þá sem selja gistingu og brýn þörf á að leggja hann af. Þá hækka fasteignagjöld jafnt og þétt auk þess sem lagaumhverfi greinarinnar er ábótavant. Má þar nefna heimagistingu sem ekki þarf sérstök starfsleyfi og er farin að hafa umtalsverð áhrif á markaðsstöðu löglega rekinna fyrirtækja.
Á síðasta ári gerði KPMG skýrslu um stöðu greinarinar og kom þar fram að EBITDA framlegð á höfuðborgarsvæðinu var rúm 6% og neikvæð um10% á landsbyggðinni, janúar til júní. Það sér hver maður að við slíkar aðstæður er ekkert svigrúm til aukinna álaga af hálfu hins opinbera. Sjá má nánari upplýsingar um könnunina á www.fhg.is/rekstrarskilyrdi
Ísland liggur þegar undir ámæli fyrir að vera dýrt heim að sækja, í því ljósi er öfugsnúið að stefnt sé að auknum opinberum álögum meðan fyrirtækin hamast við að hagræða í rekstri til að ná niður verði.
Heimasíða félagsins er fhg.is, allar nánari upplýsingar veitir Pétur Snæbjörnsson framkvæmdastjóri í síma 8944171 eða petur@fhg.is.
Comments